Birna Anna Björnsdóttir hefur keypt 7,2 prósent hlut í Kjarnanum miðlum ehf. Í nóvemberbyrjun var greint frá því að Hjálmar Gíslason, Vilhjálmur Þorsteinsson og fleiri hefðu keypt hlut í Kjarnanum og bætist Birna Anna í þennan hóp.

Í frétt á vef Kjarnans segir að lítilsháttar breytingar hafi orðið á hluthafahópnum frá því tilkynnt var um hlutafjáraukningu, nýja stjórn og ráðgjafaráð. Magnús Halldórsson og Þórður Snær Júlíusson, sem eru í hópi stofnenda og starfsmanna Kjarnans, tóku þátt í hlutafjáraukningunni og eru nú stærstu einstöku hluthafar félagsins með 13,9 prósent hlut hvor. Stofnendur félagsins og starfsmenn eiga rúman meirihluta, eða tæplega 63 prósent hlutafjár.

Eigendur Kjarnans eru eftirfarandi:

  • Magnús Halldórsson, 13,90%
  • Þórður Snær Júlíusson, 13,90%
  • Miðeind ehf., í eigu Vilhjálms Þorsteinssonar, 12,77%
  • Hjalti Harðarson, 9,44%
  • Gísli Jóhann Eysteinsson, 9,44%
  • Ægir Þór Eysteinsson, 9,44%
  • HG80 ehf. í eigu Hjálmars Gíslasonar, 7,55%
  • Birna Anna Björnsdóttir, 7,20%
  • Fagriskógur ehf., í eigu Stefáns Hrafnkelssonar, 5,80%
  • Ágúst Ólafur Ágústsson, 4,64%
  • Jónas Reynir Gunnarsson, 2,96%
  • Birgir Þór Harðarson, 2,96%