*

miðvikudagur, 26. júní 2019
Innlent 21. ágúst 2014 18:04

Birna: Ég kem sterk að ári

Bankastjóri Íslandsbanka stefnir á að hlaupa þrjá kílómetra næstkomandi laugardag en í vor sleit hún krossband.

Ritstjórn

Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, stefnir á að hlaupa 3 kílómetra í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka sem haldið er næstkomandi laugardag. Undanfarin ár hefur hún hlaupið 10 kílómetra. Í vor sleit Birna hinsvegar krossband og því ekki í sínu hefðbundna hlaupaformi. „Þetta er auðvitað svolítill ósigur en ég kem sterk að ári“, segir Birna sem hleypur og safnar áheitum fyrir Göngum saman.

Mikil stemming er í bankanum fyrir hlaupinu og taka um 300 starfsmenn þátt. Þegar hafa starfsmenn safnað 2 milljónum í áheit en alls hafa safnast 55 milljónir. Í hlaupið eru skráðir 10 þúsund hlauparar.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is