Kaupaukakerfi bankamanna hafa víða verið til umræðu, ekki síst á erlendum vettvangi, eftir mikla erfiðleika á fjármálamörkuðum. Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, segir aðspurð hvort kaupaukakerfin í formi bónusa sem voru við lýði hér á landi hafi verið galin, að hún geti vel tekið undir það. „Ég myndi svara því játandi að bónuskerfin fyrir hrun hafi verið glórulaus, a.m.k. í mörgum tilvikum.Hins vegar geta árangursdrifin launakerfi verið skynsamleg. Líkt og tíðkast í sjávarútvegi og víðar. Þar finnst mér aðalatriðið að umbuna fyrir rétta hegðun, þ.e.að aðgerðirnar séu skynsamlegar og leiði til góðs. Þetta er hins vegar útfærsluatriði. Fjármálaeftirlitið er leiðsagnaraðilinn í þessum efnum og það verður að sjálfsögðu farið eftir öllu sem þaðan kemur." 

Ítarlegt viðtal er við Birnu Einarsdóttur í Viðskiptablaðinu sem kom út á fimmtudag. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir tölublöð.