Birna Einarsdóttir, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Glitnis, hefur keypti í bankanum fyrir um 185 milljónir króna í bankanum, samkvæmt tilkynningu til Kauphallarinnar.

Um er að ræða 7.000.000 hluti, keypta á genginu 26,4. Þegar þetta er skrifað er markaðsgengi Glitnis 26,7, samkvæmt upplýsingum frá M5.

Eftir viðskiptin á hún 10.014.850 hluti í bankanum og á kauprétt að 10.000.000 hlutum.