Endurreistu bankarnir þrír hafa ekki enn náð tengslum við erlendafjármálamarkaði eftir hrunið 2008. Eitthvað er þó að rofa til í þeim efnum, að sögn Birnu Einarsdóttur. Íslenska ríkið lauk nýlega við skuldabréfaútgáfu  á erlendum mörkuðum upp á einn milljarð dollara. Vextir á þeim voru frekar háir, eða um fimm prósent. Það mikilvæga er öðru fremur að búið er að opna leiðina á lánamarkaði. Að mati Birnu þurfa bankarnir að ná traustum lánatengingum inn á erlenda markaði sem allra fyrst.

Yfirlýsing stjórnvalda um allsherjarinnstæðutrygginguer enn í gildi, sem gerir skuldabréfaútgáfu erlendis erfiðari og a.m.k. í mörgum tilfellum ómögulega. „Íslenskir bankar geta ekki verið árum saman án þess að vera með traust samband við alþjóðamarkaði. Íslandsbanki hefur til þessa getað uppfyllt allar lánabeiðnir í erlendri mynt sem til okkar hafa komið, þar sem við erum með innstreymi í erlendri mynt sem dugar fyrir þeim útlánum. Hins vegar gengur það ekki upp fyrir banka sem vilja styðja við útflutnings fyrirtæki, sem eru afar mikilvæg fyrir íslenskt efnahagslíf að vera ekki í tengslum viðerlenda markaði. Sú staða má ekki vara lengi. Nú þegar eru íslenskirbankar í harðri samkeppni við erlenda banka, sérstaklega þegar kemur að fjármögnun verkefna íslenskra fyrirtækja erlendis.

Ekki síst þess vegna þarf starfsumhverfi í efnahagslífinu að vera stöðugra. Eitt af því sem erlendir bankar, sem við erum í samskiptum við, greina ítarlega er áhætta gagnvart landinu öllu, þ.e. ýmsum ytri þáttum í hagkerfinu. Það þarf að vinna á bak við tjöldin við að ná traustinu aftur, þar geta fjármálaráðuneytið og Seðlabanki Íslands gert mikið gagn, eins og bankarnir líka. Ég er bjartsýn á að við munum ná frekari árangri í þessum málum á næstunni. "Meðal þeirra banka sem Íslandsbanki hefur verið að vinna með að auknum tengslum inn á alþjóðamarkaði eru svissneski bankinn UBS og Bank of America. Þá hefur Íslandsbanki enn fremur verið í samstarfi við DnB Nor á sviði eignastýringar. „Við höfum viðhaldið og byggt upp gott samstarf inn á alþjóðamarkaði. Við munum leggja áherslu á að styrkja það svið í okkar vinnu eftir því sem fram í sækir," segir Birna. 

Ítarlegt viðtal er við Birnu Einarsdóttur í nýjasta Viðskiptablaðinu sem áskrifendur geta nálgast undir tölublöð.