Viðskiptablaðið skoðaði símann hjá fimm einstaklingum.

Sú tíð er liðin að fólk ferðaðist um með troðfullt Filofax til að komast í gegnum daginn. Nú er farsíminn allt sem þarf. Hann heldur utan um skipulag forstjóra fyrirtækja, tónlist höfunda og annað sem máli skiptir í daglegu lífi. Viðskiptablaðið skoðað hvernig síma nokkrir einstaklingar eiga, hvaða öpp þeir nota helst og hvers vegna.

Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka.

Hvernig síma ertu með?

„iPhone 5.“

Helstu öpp?

„Íslandsbanka-appið, vivino-appið og Facebook.“

Hvers vegna Facebook?

„Það kom mér á óvart hvað ég er
mikil Facebook-kona. Mér finnst
gaman að hafa samskipti við starfsmenn
mína í gegnum Facebook.“

Nánar er fjallað um málið í blaðinu Tækni, sem fylgdi Viðskiptablaðinu í síðustu viku. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .