*

mánudagur, 17. júní 2019
Fólk 31. október 2018 12:10

Birna nýr sviðstjóri áhætturáðgjafar Deloitte

Birna María hefur starfað hjá Deloitte frá árinu 2008 og hlaut löggildingu til endurskoðunarstarfa árið 2013.

Ritstjórn
Birna María Sigurðardóttir nýr sviðstjóri áhætturáðgjafar Deloitte.
Aðsend mynd

Þann 1. nóvember næstkomandi mun Björn Ingi Victorsson, sviðsstjóri Áhætturáðgjafar Deloitte, láta af störfum og taka við stöðu forstjóra Steypustöðvarinnar ehf. Við stöðu sviðsstjóra tekur Birna María Sigurðardóttir, einn af meðeigendum Deloitte. Björn Ingi hóf störf hjá Deloitte árið 1999. Hann er löggiltur endurskoðandi og varð meðeigandi árið 2007. Frá árinu 2015 hefur Björn Ingi verið sviðsstjóri Áhætturáðgjafar Deloitte.

Birna María hefur starfað hjá Deloitte frá árinu 2008 og hlaut löggildingu til endurskoðunarstarfa árið 2013. Frá árinu 2015 hefur Birna María starfað í Áhætturáðgjöf Deloitte, þar af sem meðeigandi frá árinu 2017.

Auk þess að sinna endurskoðunarverkefnum hefur Birna María undanfarin misseri leitt verkefni Deloitte á sviði persónuverndar og hefur hlotið bæði CIPP/e og CIPM fagvottanir. Þá hefur hún jafnframt stýrt úttektum á innra eftirliti tölvukerfa og sinnt verkefnum á sviði áhættustýringar, myndrænnar greiningar á fjárhagsgögnum og innri endurskoðunar.

„Björn Ingi hefur átt langan og farsælan feril hjá Deloitte og þá sérstaklega í uppbyggingu Áhætturáðgjafar. Um leið og við þökkum Birni Inga fyrir gott og gefandi samstarf þá óskum við honum velfarnaðar á nýjum vettvangi. Birna María hefur verið lykilaðili í því að byggja upp Áhætturáðgjöfina með Birni Inga og því öfluga teymi sem þar er. Sú uppbygging hefur gengið afskaplega vel og ég hlakka til að vinna með Birnu Maríu að frekari vexti sviðsins,“ segir Sigurður Páll Hauksson, forstjóri Deloitte.

Stikkorð: Deloitte Ráðningar
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is