Íslandsbanki hagnaðist um 4,2 milljarða á þriðja ársfjórðungi sem er lækkun um 400 milljónir miðað við sama tíma í fyrra. Útlán á tímabilinu jukust um 2% í 549 milljarða króna.

Skattgreiðslur bankans á fjórðungnum námu rúmum 1,8 milljarði króna. Gert er ráð fyrir frekari skattlagningu á bankana í fjárlögum ársins 2014. Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, segir þær aukaskattgreiðslur nema 450 milljónum króna.