Birna Þórarinsdóttir stjórnmálafræðingur hefur verið ráðin framkvæmdastýra Evrópustofu – upplýsingamiðstöðvar ESB, sem opnuð verður eftir áramótin.

Markmið Evrópustofu er að veita hlutlægar upplýsingar og auka umræðu, þekkingu, og skilning á eðli og starfsemi ESB.

Birna Þórarinsdóttir
Birna Þórarinsdóttir

Fram kemur í tilkynningu um ráðningu Birnu að hún var yfirmaður verkefnaskrifstofu UNIFEM (nú UN Women) í Serbíu og Svartfjallalandi 2008-2010 og framkvæmdastýra landsnefndar UNIFEM á Íslandi 2004-2006.

Birna hefur starfað sem ráðgjafi og þjálfari fyrir utanríkisráðuneytið og Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu (ÖSE) í jafnréttismálum. Þá hefur Birna kennt við bæði Háskóla Íslands og Háskólann á Bifröst.

Birna er með BA-gráðu í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands og MA-gráðu í alþjóðlegum öryggismálafræðum frá Georgetown University í Bandaríkjunum.

 Evrópustofa verður rekin af Athygli ehf. og þýska almannatengslafyrirtækinu Media Consulta. Starfsemi stofunnar er fjármögnuð af Evrópusambandinu.