Reykjavíkurborg hefur tekið upp á því að birta gögn sem liggja fyrir á fundum ráða og nefnda og birtast þau nú með fundargerðum, segir í fréttilkynningu frá borginni.

Til að byrja með þá var stjórnkerfis- og lýðræðisráð borgarinnar fyrst með að prófa lausnina, en nú stendur til að öll ráð borgarinnar fylgi í kjölfarið. Markmiðið með þessum breytingum er að auka aðgengi að ákvörðum sem teknar eru og þeim gögnum og upplýsingum sem ákvarðarnirnar byggja á.

Þessi breyting mun enn fremur auðvelda fjölmiðlafólki að nálgast upplýsingar frá borginni auk þess sem hann auðveldar kjörnum fulltrúum mjög leit að upplýsingum þegar fram í sækir.

Haft er eftir Halldóri Auðar Svanssyni, formanni stjórnkerfis- og lýðræðisráðs Reykjavíkurborgar að þetat nýja fundarkerfi er mikil og langþráð breyting til batnaðar. Hann telur að aðgerðin auki gagnsæi og rekjanleika ákvarðana í stjórnsýslunni og auðveldi jafnframt alla umsýslu innan borgarkerfisins með fundargögn. „Hún verður mun skilvirkari og einfaldari. Ég hef sjálfur stundum þurft að senda fólki sem biður um gögn skjölin í tölvupósti en nú mun ég einfaldlega geta vísað fólki á þau beint á vefsíðu borgarinnar,“ segir Halldór Auðar Svansson í fréttatilkynningu.