Lífeyrissjóðurinn Birta hefur aukið við hlut sinn í fasteignafélaginu Reginn og er eignarhluturinn nú kominn í 5,02%.

Keypti lífeyrissjóðurinn 500 þúsund hluti sem miðað við gengið eins og það er nú, 24,95 krónur hvert bréf, er því að andvirði um 12,5 milljóna króna. Heildareignarhlutur Birtu í fasteignafélaginu nemur nú því ríflega 78 milljón hlutum, sem samanlagt er að markaðsvirði um 1.950 milljóna króna.

Fjórir af fimm stærstu eigendum fasteignafélagsins eru lífeyrissjóðir, en þar af Lífeyrissjóður verslunarmanna stærstur með 12,88%. Næstur kemur Gildi - lífeyrissjóður með 7,34%, Fjárfestingarfélagið Sigla ehf. með 6,43% og Stapi lífeyrissjóður með 5,29%. Fyrir utan Birtu eru svo aðrir hluthafar með 63,04% eignarhlut.