Samherji birtir í dag yfirlýsingu í tilefni af kjaradeilu sjómanna og umræðum um launakjör sjómanna. Þar kemur fram að  hásetahlutur á skipum útgerðarinnar á árinu 2015 var frá kr. 95 þúsund til 194 þúsund á úthaldsdag, mismunandi eftir því hvaða veiðar voru stundaðar. Laun yfirvélstjóra námu hins vegar frá kr. 148 þúsund til kr. 308 þúsund á dag. Frá þessu er greint í frétt Fiskifrétta.

Hásetahlutur á uppsjávarveiðum með orlofi á árinu 2015 nam 40,5 milljónum króna, á ferskfiskveiðum 19,8 milljónum og á skipum sem sinna bæði fersku og frystu 25,3 milljónum króna.

Vélstjórahlutur á uppsjávarveiðum með orlofi árið 2015 á uppsjávarveiðum nam 64,2 milljónum króna, á ferskfiskveiðum 19,7 milljónum og ferskt/fryst 39,2 milljónum króna.

„Það er ekki óeðlilegt að sjómenn rói 160-180 daga á ári,  þó ber að hafa í huga að sumir kjósa að róa minna, sérstaklega sjómenn á uppsjávarskipum. Laun hvers einstaklings taka mið af sjósókn,“ segir ennfremur í yfirlýsingu Samherja.