Arion banki og Kaupþing ehf. tilkynntu þann 19. mars síðastliðinn niðurstöður lokaðs útboðs á hlutum Kaupskila ehf. í Arion banka þar sem að Kaupþings (Kaupskil) seldi um 29% hlut í bankanum. Í kjölfar útboðsins var hlutur Arion banka 57,9%.

Í kjölfar talsverðar umfjöllunnar um eignarhlutinn og nýja eigendur hefur Arion banki birt nánari upplýsingar um þá sem eiga yfir 1% eignarhlut í bankanum. Hægt er að nálgast upplýsingarnar á vefsíðu bankans.

Samkvæmt nýjustu upplýsingum á enginn einstaklingur a.m.k. 10% af hlutafé, beint eða óbeint.

Eftirfarandi hluthafar eiga í bankanum:

Kaupskil (Kaupþing): 57,9% eignarhlutur

Um eignarhlutinn gilda skilyrði sem sett voru af hálfu Fjármálaeftirlitsins þann 11. janúar 2010. Kaupskil seldi 29% hlut í bankanum 19. mars 2017, segir í umfjöllun á síðu Arion banka.

Bankassýsla ríkisins: 13% eignarhlutur

Hlutur ríkisins í Arion banka. „Bankinn var alfarið í eigu ríkisins fram til nóvember 2009 er ríkið komst að samkomulagi við kröfuhafa um að þeir eignuðust 87% eignarhlut í bankanum. Samkomulagið var gegn greiðslu upp á 66 milljarða króna í formi lánasafns og að eiginfjárframlag ríkisins gengi til baka að mestu en að ríkið ætti um 13% af hlutafé bankans eða 260 milljónir kr. að nafnvirði. Ríkið veitti bankanum stuðning við eiginfjár og lausafjárstöðu bankans meðal annars í formi víkjandi láns að fjárhæð 29,5 milljarða kr,“ segir í umfjöllun á vefsíðu bankasýslunnar .

TCA New Sidecar III s.a.r.l (Taconic Capital Advisors): 9,999% eignarhlutur

Fjárfestingarfélagið veitir Taconic Capital Advisors LP, sem stýrt er af Frank Brosens, ákvörðunarvald um fjárfestingar.

Trinity Investments Desinate Activity Company, Attestor Capital LLP: 9,999% eignarhlutur

Attestor Capital LLP hefur umboð Trinity Investment DAC til að stýra fjárfestingum félagsins. Einstaklingar sem hafa veruleg áhrif á Attestor Capital LLP, í samræmi við uppbyggingu eignarhalds félagsins, eru Jan Peters og Anke Heydenreich.

Sculptor Investments s.a.r.l, félag tengt Och-Ziff Capital Management Group: 6,6% eignarhlutur

Sculptor Investments s.a.r.l er óbeint í fullri eigu fjárfestingasjóða sem stýrt er af Och-Ziff Capital Management Group. Och-Ziff Capital Management Group LLC er móðurfélag Och-Ziff Capital Management Group. Daniel S. Och hefur heimild á grundvelli eignarhluta og umboðssamninga til að fara með rúmlega 50% atkvæðisrétt samanlagt gagnvart öllum hlutum útgefnum af OZCM.

ELQ Investors II Ltd. Goldamn Sachs International: 2,6% eignarhlutur.