Að mati Viðskiptaráðs Íslands er ekkert að vanbúnaði að birta Fjárlagafrumvarp ársins 2011. Útgjaldarammar allra ráðuneyta og undirstofnana ættu að vera orðnir nokkuð skýrir og því hægt að birta og gefa almenningi, atvinnulífi og öðrum ráðrúm til að yfirfara þær tillögur sem komnar eru fram.

Í nýútgefinni skýrslu viðskiptaráðs um bætt vinnubrög í ríkisfjármálum segir að birtingin myndi verða Alþingi að gagni og skilvirkt ferli fjárlaga sem og flestra þingmála hafi orðið pólitískri hagsmunaorðræðu að bráð á undanförnum misserum. Fjárlögin nú séu gott dæmi um það, þau hafi verið ein mikilvægustu frá stofnun lýðveldisins en sjaldan hefur átt sér stað jafn lítil umræða um fjárlögin.