*

laugardagur, 23. október 2021
Innlent 22. september 2021 17:02

Birti til í Höllinni

Eftir nokkra niðursveiflu undanfarna daga var grænt yfir að litast í viðskiptum dagsins á aðalmarkaði Kauphallarinnar.

Ritstjórn

Eftir nokkra niðursveiflu undanfarna daga var grænt yfir að litast í viðskiptum dagsins á aðalmarkaði Kauphallarinnar. Gengi 17 félaga af þeim 20 sem skráð eru á markaðinn hækkaði í viðskiptum dagsins og hækkaði OMXI10 úrvalsvísitalan að sama skapi um 1,61%. Stendur hún nú í 3.227,63 stigum, en heildarvelta viðskipta dagsins nam 4,6 milljörðum króna.

Origo leiddi hækkanir dagsins en gengi félagsins hækkaði um 3,51% í 12 milljóna króna viðskiptum. Fyrir vikið stendur gengi bréfa félagsins í 59 krónum á hlut. Arion banki fylgdi fast á hæla Origo með 3,14% hækkun í tæplega 1,1 milljarða viðskiptum. Í kjölfarið stendur gengi bréfa bankans í 164 krónum á hlut.

Sýn var eina félagið á Aðalmarkaði sem þurfti að þola gengislækkun en gengi bréfa félagsins lækkaði um 0,98% í 16 milljóna króna viðskiptum. Stendur gengi félagsins nú í 40,4 krónum á hlut. 

Þá stóð gengi hlutabréfa Skeljungs og Sjóvá í stað í viðskiptum dagsins.

Stikkorð: Kauphöll Nasdaq