Niðurstöður álagningar einstaklinga 2022, vegna tekna 2021, verða birtar hjá Skattinum á morgun, föstudag 27. maí. Álagning fer síðan fram þann 31. maí, að því er kemur fram á vef Skattsins.

Við álagningu eru gerðir upp ofgreiddir og vangreiddir skattar vegna fyrra árs auk þess sem lögð eru á gjöld s.s. útvarpsgjald og gjald í framkvæmdasjóð aldraðra. Þau sem hafa ofgreitt mega eiga von á greiðslu, en þau sem skulda fá greiðsluseðla í heimabanka næstu mánuði.

Álagn­ing­ar­skrá einstaklinga verður ekki lögð fram fyrr en 17. ág­úst en verður í kjölfarið aðgengileg til 31. ágúst.