Birtingur útgáfufélag ehf., sem gefur meðal annars út Gestgjafann og Vikuna, tapaði 149 milljónum króna í fyrra. Félagið skilaði 30 milljóna hagnaði árið 2016. Rekstrartekjur lækkuðu úr 519 milljónum í 362 á milli ára.

Á síðasta ári var tekjuskattsinneign færð niður og vegna þess var gjaldfærð 51 milljón króna. Skuldir lækkuðu úr 256 milljónum í 127 og eigið fé jókst úr 110 í 151 milljón. Halldór Kristmannsson er stjórnarformaður félagsins.