Fasteignamarkaðurinn í Danmörku virðist vera að lifna við rétt eins og hér heima. Nú eru fleiri sem taka húsnæðislán miðað við undanfarin ár samkvæmt tölum frá seðlabankanum í Danmörku. Meiri möguleikar eru á lántökum sem veitir meira svigrúm til fjárfestinga.

Í júní voru ný húsnæðislán hærri en á sama tíma í fyrra en munurinn var 7 milljarðar danskar krónur. Í maímánuði var munurinn 5 milljarðar danskar krónur frá því í fyrra.Hækkunin samsvarar tveimur prósentustigum. Þetta kemur fram á vef Politiken.