hlutabréf
hlutabréf
© AFP (AFP)
Þegar hlutabréfamarkaður Ítalíu opnaði í morgun en hækkunin nam 1,5%. FTSE MIB vísitalan í kauphöllinni í Mílanó hefur lækkað um 10% í vikunni. Síðasta mánudag lækkuðu 38 af 40 hlutabréfum í FTSE MIB vísitölunni en nú í dag kl.9:30 hafa 11 hlutabréf lækkað, 1 stendur í stað og 28 hafa hækkað. Svo virðist sem nokkur ró sé kominn á fjármálamarkaðinn. Mest hækkun var hjá hlutabréfum Atlantia eða hækkun sem nemur 4,71% og mesta lækkunin var hjá hlutabréfum Parmalat eða 2,6% lækkun. Á mánudag var lækkun átta hlutabréf meiri en 5%.

Flestir hlutabréfamarkaðir í Evrópu opnuðu í plús í morgun. FTSE vísitalan í London hækkaði um 0,3% í morgun og DAX vísitalan í Frankfurt hækkaði um 0,5%. Vísitalan C20 í Kaupmannahöfn var 0,5% í plús í morgun.

Þá hækkuðu helstu hlutabréfavísitölur í Asíu í nótt. Hang Seng vísitalan í Hong Kong hækkaði um 1,22% og í Sjanghaí hefur vísitalan hækkað um 1,44%. Nikkei vísitalan í Tókýó hækkað um 0,37% og í hækkunin í Seúl nemur 0,94%. Þá hefur vísitalan í Sydney hækkað um 0,43%