*

fimmtudagur, 18. júlí 2019
Erlent 31. október 2017 19:03

Bitcoin aldrei verðmætari

Bitcoin hefur hækkað um 500% á þessu ári.

Ritstjórn
Bitcoin hefur hækkað um yfir 500% á þessu ári.

Rafmyntin Bitcoin hefur aldrei verið verðmætari. Ein eining af Bitcoin fór yfir 6.336 dollara metið, ríflega 700 þúsund krónur, sem myntin setti á sunudaginn.

Verðmæti Bitcoin rauk upp eftir að CME, sem sérhæfir sig í framvirkum viðskiptum, tilkynnti að það hyggðist bjóða upp á framvirka samninga með Bitcoin á næstunni að því er Business Insider greinir frá.

Bitcoin hefur hækkað um yfir 500% á þessu ári gagnvart Bandaríkjadal. Business Insider bendir á að yfir 55 vogunarsjóðir sem sérhæfi sig í að kaupa og selja rafmyntir hafi orðið til á þessu ári, og margir þeirra einbeiti sér fyrst og fremst að Bitcoin.

Stikkorð: bitcoin
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is