Rafmyntin Bitcoin fór yfir 10.000 dali í fyrsta sinn í gærmorgun en sólarhring síðar hafði verðið aftur hækkað um 1.000 dali og var þá komið upp í 11.000. Í byrjun árs var gengi rafmyntarinnar 968,23 dalir en hún hefur hækkað um meira en 1.000% á árinu. Þetta kemur fram í frétt á vef Wall Street Journal.

Eignaverð hefur farið hækkandi á árinu, gull hefur hækkað um 13%, kopar um 23% og S&P500 hlutabréfavísitalan hefur hækkað um 17%, en almennt er litið á Bitcoin blöndu af eign og mynt.

Á síðustu mánuðum hafa fjárfestar lagt til hliðar áhyggjur af notkun rafmyntarinnar í undirheimum og einblínt heldur á möguleika rafmyntarinnar en einhverjar líkur eru taldar á því að hún geti komið í stal gulls sem fjárfesting þegar trú á hefðbundnum valdboðsgjaldmiðlum dvínar. Um þessar mundir eru um milljón notendur Bitcoin en þeim hefur fjölgað umtalsvert á liðnu ári.