Rafmyntin Bitcoin, sem hæst náði að verða að andvirði 19.343,04 dali fyrir tíu dölum hefur hækkað töluvert á ný í dag, eftir að hafa farið niður í 12.500 Bandaríkjadali 22. desember síðastliðinn. Þegar þetta er skrifað er verðgildi rafmyntarinnar 15.862,86 Bandaríkjadalir, eða sem nemur tæpri 1,7 milljón íslenskra króna.

Á síðustu 24 tímum hefur rafmyntin farið úr því að vera lægst í 13.698,02 dölum en það var um 22:36 í gærkvöldi, en um 03.29 í nótt var hún komin upp í 14.062,70 dali en rauk svo upp í 15.482,70 á innan við tveimur tímum, eða klukkan 5:20 í nótt.

Rafmyntin er þekkt fyrir að vera einstaklega sveiflugjörn í verði, en eins og Viðskiptablaðið hefur sagt frá hefur hún hækkað mikið í virði síðustu mánuði.

14. september var hún í 3.226,41 dal, síðan var hún komin í 5.857,32 dali 12. nóvember en síðan tók hún mikið stökk og fór hæst í 19.343,04 16. desember síðastliðinn. Þann 22. desember lækkaði hún aftur en hefur tekið við sér að hluta til á ný.

Hér eru fréttir sem Viðskiptablaðið hefur sagt frá gríðarlegum sveiflum í verðgildi rafmyntarinnar: