Gengi rafmyntarinnar Bitcoin náði í morgun sínum hæstu hæðum þegar gengið stóð í 3.525,04 dollurum. Hækkunin kemur í kjölfarið á því að fyrir viku síðan skiptist Bitcoin upp í upphaflegu myntina og Bitcoin Cash eins og Viðskiptablaðið greindi frá.

Bitcoin hefur hækkað töluvert síðan myntin náði sinni lægstu stöðu í töluverðan tíma, þegar gengið  stóð í 1.938 dollurum þann 16. júlí síðastliðinn og hefur hækkað um rúm 68% síðan þá. Gengi Bitcoin stendur nú í 3462,25 dollurum á hlut.

Heildarverðmæti Bitcoin nemur nú í 56,47 milljörðum dollara og hefur því hækkað um rúmlega 350% það sem af er þessu ári.