Eftir 1.300% hækkun á síðasta ári hefur Bitcoin farið lækkandi undanfarna mánuði að því er Reuters greinir frá . Verð Bitcoin náði sínu lægsta gildi í fjóra mánuði í gær. Lækkunin kom í kjölfar þess að japanskir eftirlitsaðilar kröfðust úrbóta hvað varðar varnir gegn peningaþvætti í sex rafmyntakauphöllum þar í landi.

Bitcoin hefur lækkað um 56% á þessu ári og stendur ein Bitcoin nú í ríflega 6.000 dollurum, um 650 þúsund krónur.

Fyrr í vikunni var greint frá því að bortist hafi verið inn í rafmyntarkauphöllina Bithump í Suður-Kóreu þar sem rafmyntum fyrir andvirði um 3,4 milljarða króna var stolið.