Óskað hefur verið eftir greiðslustöðvun markaðsvefsins Mt. Gox, eins þess umsvifamesta sem höndlar með rafeyrinn Bitcoin í Bandaríkjunum. Lokað var fyrir gjaldeyrisviðskipti á markaðnum í lok febrúar í Japan.

Samkvæmt netútgáfu ZDNet var Mt. Gox áður risi í Bitcoin-heiminum en um kerfi Mt. Gox fór um 70% af öllum Bitcoin-viðskiptum í heimi í fyrra. Óvíst er hvað hefur orðið um háar fjárhæðir í rafheiminum en Bitcoin-peningar upp á um hálfan milljarð dala, jafnvirði 56 milljarða íslenskra króna, hafi týnst í kerfinu eða horfið með einhverjum hætti. Ekki er útilokað að rafeyrinum hafi verið stolið úr kerfinu í tímans rás.