*

föstudagur, 3. júlí 2020
Erlent 28. maí 2018 18:35

Bitcoin miðlari ætlar að laða til sín stóra fjárfesta

Opnun skrifstofu í New York er partur af þessum áætlunum.

Ritstjórn
Coinbase stefnir á að laða til sín stóra fjárfesta
epa

Einn stærsti bitcoin miðlari á fjármálamarkaði, Coinbase, hefur sett sér það markmið að laða til sín stóra fjárfesta. Fyrirtækið hyggst hefja þjónustu sem ætluð er vogunarsjóðum og öðrum stórum fjárfestum. Auk þess ætlar fyrirtækið að opna skrifstofu í New York, sem ætluð er fyrir Wall Street viðskiptavini.

Gengi rafmyntarinnar bitcoin hefur sveiflast gífurlega á undanförnum mánuðum. Eftir mikla hækkun í lok árs 2017, hefur gjaldmiðillinn fallið um 78% frá því í desember á síðasta ári.

Coinbase þjónusta gífurlegt magn af viðskiptavinum og eru þeir samtals rúmlega 20 milljónir talsins. Frá stofnun sinni hefur Coinbase aðallega þjónustað minni fjárfesta, en nú vill fyrirtækið einnig laða til sín stærri fjárfesta.

Coinbase hefur starfsleyfi í 41 ríki innan Bandaríkjanna. Fyrirtækið er þrátt fyrir það nokkuð umdeilt. Ásakanir um vafasöm viðskipti innherja, misjöfn ánægja viðskiptavina með þjónustu fyrirtækisins og rúmlega 1500 kvartanir til fjármálaeftirlits Bandaríkjanna eru meðal ástæðna þess að fyrirtækið þykir umdeilt. Frá þessu er sagt á vef WSJ.

Í ljósi óstöðugleika bitcoin og orðspors Coinbase, verður því athyglisvert að sjá hvort áætlanir fyrirtækisins gangi eftir.          

Stikkorð: Bandaríkin New York Bandaríkin Bitcoin Coinbase