Gegni rafmyntarinnar Bitcoin náði í fyrr í dag sínum hæstu hæðum þegar gengið náði 2.967 dollurum. Gengi myntarinnar gaf þó örlítið eftir og fór niður í 2.770 dollara eftir að bandaríski fjárfestirinn Mark Cuban sagði á twitter síðu sinni að rafmyntin væri bóla.  Gengið stendur nú í 2.850 dollurum og hefur hækkað um rúm 4% það sem af er degi.

Bitcoin hefur hækkað um rúmt 21% það sem af er þessum mánuði og um tæp 200% það sem af er ári. Eins og Viðskiptablaðið greindi frá fyrir stuttu er hækkunin rakin til aukinnar óvissu með stöðu hefðbundna gjaldmiðla auk þess sem stefnubreyting stjórnvalda í mörgum löndum Asíu hefur gert viðskipti með Bitcoin auðveldari og þar með aukið eftirspurn.

Segir Sean Walsh sem stýrir fjárfestingasjóð sem fjárfestir í Bitcoin að þó að rafmyntin geti hljómað eins og bóla þá sé magn Bitcoin í umferð stórlega ofmetið auk þess sem fjöldi væntanlegra kaupenda á heimsvísu sé vanmetin. Hann segir að þeir þrír milljarðar manna sem eru tengdir internetinu geti keypt bitcoin á meðan einungis einn nýr Bitcoin verður til í hverjum mánuði.  Því sé eftirspurnin langt umfram framboð sem ýti verði Bitcoin upp.

Hefur hækkun Bitcoin einnig orðið til þess að heildarmarkaðsvirði rafmynta er nú komið yfir 100 milljarða dollara. Vegur Bitcoin þar mest en heildarmarkaðsvirði Bitcoin er um 47% af heildarmarkaðsvirði allra rafmynta í heiminum