Gengi rafmyntarinnar Bitcoin fór í nótt niður fyrir 2.000 dollara í fyrsta sinn síðan 19. maí. Gengið stendur nú 2.038 dollurum og hefur stafrænna gullið tapað um þriðjungi af heildarverðmæti sínu frá því að hafa verið í hæstu hæðum þann 12. júní síðastliðinn.

Samkvæmt frétt Bloomberg er lækkunin undanfarið rakin til þess að orðrómur hefur verið upp um að Bitcoin gæti skipst í tvennt . Þrátt fyrir að hafa lækkað um þriðjung í verði frá því í júní hefur gengi Bitcoin samt sem áður tvöfaldast frá því ársbyrjun og nemur heildarmarkaðsverðmæti rafmyntarinnar um 33,5 milljörðum dollara.