Undanfarnar vikur hefur gengi bitcoin verið á niðurleið en í gær fór rafmyntin niður fyrir 9.000 dali og í dag féll hún aftur í verði og fór lægst í tæplega 7.700 dali. Síðan þá hefur rafmyntin aftur stokkið upp í rúmlega 8.600 þegar þessi frétt er skrifuð.

Hæst komst myntin í ríflega 19.300 um miðjan desember en hefur lækkað síðan þá. Miðað við lægsta verðið í dag þ.e. 7.700 dali hefur verðið lækkað um ríflega 60% frá því það var hæst.

Þetta eru þó ekki fyrstu ofsasveiflur rafmyntarinnar en árið 2010 féll fengi myntarinnar um 94% á einum mánuði og féll aftur mikið árið 2011 á fimm mánaða tímabili en reis aftur upp í bæði skiptin.