Eftirspurn eftir Bitcoin hefur aldrei verið meiri í Grikklandi og hefur aukist um 500 prósent á fjórum vikum. Þetta gæti meðal annars skýrst af gjaldeyrishöftum sem hafa verið sett á í landinu en heimild er einungis til að taka út 60 evrur á dag í hraðbönkum landsins.

Þó að mikil aukning hafi orðið á Bitcoin notkun er notkunin þó ekki mikil í landinu þar sem meðalaldur er 43,5 ár. Einn hraðbanki fyrir bitcoin er í landinu í úthverfi Aþenu. Felix Weis tölvunarfræðingur segist í samtali við Bloomberg reyna að nota einungis bitcoin sem gjaldmiðil og hefur boðið fólki 30% aukalega til að það fari að trúa á gjaldmiðilinn og nota hann.

Ef bitcoin á að hassla sér völl í Grikklandi sem raunhæfur valkostur verða þó fleiri að fara að nýta sér gjaldmiðilinn.