*

miðvikudagur, 19. júní 2019
Erlent 3. apríl 2019 18:08

Bitcoin rauk upp um fimmtung

Verð rafmyntarinnar Bitcoin rauk upp um tæpan fimmtung á aðeins um klukkustund í gær.

Ritstjórn
epa

Verð rafmyntarinnar Bitcoin hækkaði um tæpan fimmtung á aðeins um klukkustund í gær, og stendur nú í 5.125 Bandaríkjadölum, eða rúmum 610 þúsund íslenskum krónum.

Verðið er þó enn nokkuð lágt ef miðað er við síðustu 18 mánuði eða svo, en haustið 2017 tífaldaðist það úr 2 þúsund dölum í 20 þúsund um jólin. Í ársbyrjun 2018 fór svo að halla undir fæti og verðið var komið niður í um 6 þúsund síðasta sumar, og var nokkuð stöðugt þar þar til í nóvember síðastliðnum, en þá féll það í um 4 þúsund, hvar það hefur verið síðan.

Segja má að þetta séu bestu fréttir sem Bitcoin-fjárfestar hafa fengið ansi lengi. Verðið tók örlítinn kipp síðasta sumar upp í 8 þúsund, en sú hækkun var bæði mun hægari, og gekk ansi fljótt til baka.

Sumir greinendur og fjárfestar binda nú vonir við að hækkunin sé merki um það sem koma skuli, markaðurinn sé að verða bjartsýnni á ný eftir mikla lægð, sem kölluð hefur verið Rafmyntavetur (Crypto winter). Aðrir segja hinsvegar að Bitcoin sé í grunninn verðlaust og muni hrynja í verði fyrr en síðar.

Stikkorð: Bitcoin
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is