Bandarísku tvíburunum Cameron og Tyler Winklevoss hefur ekki gengið sem skyldi við stofnun nýs fjárfestingarsjóðs sem ætlað er að fjárfesta í rafrænu myntinni Bitcoin. Tvíburarnir lögðu fram tilskildar beiðnir um stofnun sjóðsins í júní en erfiðlega hefur gengið að fá nægan fjölda fjárfesta til þess að koma honum á laggirnar. Hugmynd vellauðugu bræðranna hefur mætt efasemdum hjá fjárfestum og greiningaraðilum á fjármálamarkaði, sem sumir þerra telja afleita.

Gjaldmiðillinn Bitcoin hefur hlotið aukna athygli á síðustu misserum, ekki síst í kjölfar frétta um sjóð tvíburanna. Þeir efnuðust gífurlega í kjölfar sátta sem þeir náðu í máli gegn Mark Zuckerberg, stofnanda Facebook. Eins og kunnugt er töldu bræðurnir að Zuckerberg hefði stoliðhugmyndinni um samskiptasíðuna Facebook.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum Tölublöð.