Tvö tilboð hafa borist í Tryggingamiðstöðina en félagið heyrir undir Stoðir sem er í greiðslustöðvun til 20. janúar 2009. Stjórn Stoða hefur farið yfir tilboðin en óvíst er hvort ákvörðun um sölu verður tekin þar vegna þess að Landsbankinn er með alsherjarveð í Tryggingamiðstöðinni.

Í frétt Sjónvarpsins í gær var því haldið fram að Kaldbakur, fjárfestingafélag Þorsteins Más Baldvinssonar, hefði boðið 42 milljarða króna en Guðbjörg Matthíasdóttir í Vestmannaeyjum 30 milljarða króna. Guðbjörg er fyrrverandi kjölfestufjárfestir í félaginu og aðaleigandi Íshúsfélags Vestmannaeyja. Heimildir Morgunblaðsins segja að þýskir fjárfestar séu einnig að skoða málið.

Þessi verð eru ekki talin endurspegla verðmæti TM í dag en líklega hefur kaupandi ágæta aðstöðu til þess að semja við Landsbankann um framhald rekstrarins. TM vinnur nú að sölu á norska tryggingafélaginu Nemi og er mikið með viljayfirlýsingu um sölu í hendurnar. Ljóst er að félagið tapar verulega á fjárfestingu sinni í Noregi en þar eru tryggingarfélög aðeins metin á um 40-45% af upplausnarvirði sínu.

Stoðir skulda samstals 260 milljarða króna og er TM þeirra verðmætasa eign en rekstur félagsins stendur styrkum fótum. Aðrar helstu eignir Stoða eru Refresco og Landic Propertis.