Forsvarsmenn Iceland Express biðu í heilt ár með að skila ársreikningi félagsins fyrir árið 2008, sem þó hafði verið undirritaður.

Ársreikningum félagsins fyrir árin 2008 og 2009 var skilað inn til Ársreikningaskrár um miðjan september. Athygli vekur að ársreikningur fyrir árið 2008 var endurskoðaður og undirritaður af stjórn félagsins í september í fyrra en samkvæmt honum tapaði félagið um 1 milljarði króna og var eigið fé félagsins neikvætt upp á um 600 milljónir króna í árslok.

Í ársreikningi félagsins fyrir 2009 er hins vegar hagnaður á rekstri félagsins og eigið fé orðið jákvætt.

Nánar er fjallað um fyrrnefnda ársreikninga Iceland Express og niðurstöður þeirra í Viðskiptablaðinu sem kemur út í fyrramálið.

Meðal annars efnis í Viðskiptablaðinu á morgun er:

  • Fyrirhugaða sölu á hlut í Íslandsbanka á árinu 2012-2013
  • Endurskipulagning Nýherja
  • Upplýsingar um stjórnarlaun í Teymi
  • Landsvirkjun að brjóta ísinn í erlendri lántöku
  • Fjallað um efnahagsáætlun AGS og Íslands
  • Málefni lífeyrissjóðs verkfræðinga
  • Úttekt um ríkisstyrkt landbúnaðarkerfi
  • Viðtal við Steinþór Pálsson, bankastjóra Landsbankans
  • Sport & peningar
  • Bókasíða
  • Vinnustaðaheimsókn
  • Prófíll um Geir H. Haarde
  • og margt margt fleira...