*

mánudagur, 26. júlí 2021
Innlent 9. mars 2015 13:13

Bjarki meðal efstu manna í Mottumars

Sérfræðingur hjá sjóðastýringafélaginu Stefni er í öðru sæti í Mottumars.

Ritstjórn

Bjarki Hvannberg sérfræðingur hjá sjóðastýringafélaginu Stefni, dótturfélags Arion banka, er í öðru sæti í einstaklingskeppninni í Mottumars. Hann hefur safnað mestu af þeim sem starfa á fjármálamarkaði.

Bjarki hefur safnað 173 þúsund krónum, en alls hafa keppendur í Mottumars safnað 4,8 milljónum króna.

Bjarki tekur þátt í minningu um bróður sinn, Jónas Hvannberg lækni. Jónas lést úr ristilkrabbameini í janúar 2013, aðeins 35 ára aldri, eftir að hafa greinst í apríl 2012.

Ekki í fyrsta sinn

Bjarki safnaði rúmum 40 þúsund í október 2011 með því að klæðast bleikum jakkafötum í vinnunni í tilefni af bleika deginum. Hann gaf Krabbameinsfélagi Íslands þá upphæð. Hér má sjá viðtal við Bjarka sem mbl.is tók.