Miklar lækkanir voru í viðskiptum dagsins í Asíu í nótt, en allir helstu markaðir lækkuðu.

Nikkei í Japan lækkaði um 2,4%, en þessar lækkanir bætast við miklar lækkanir á miðvikudag sem settu markaðinn inn á bjarnarsvæði, þ.e. hefur lækkað um rúmlega 20% á innan við tveimur mánuðum.

Hang Seng í Hong Kong lækkaði um 1,5% og samsetta vísitalan í Sjanghæ lækkaði um 3,2%.

Fjöldi markaða um allan heim er nú skilgreindur sem bjarnarmarkaður. Þeirra á meðal eru Nikkei 225, samsetta SP/TSX vísitalan í Kanada, PSEi á Filipseyjum, Hang Seng auk samsettu vísitalnanna í Sjanghæ og shenzhen.