Hlutabréf í Asíu féllu í viðskiptum dagsins. en þetta ár hefur ekki farið ljúfum höndum um markaði í álfunni.

Hlutabréfamarkaðurinn í Kína er nú opinberlega bjarnarmarkaður. Bjarnarmarkaður er skilgreint sem markaður þar sem vísitölur sem hafa að geyma mismunandi iðnaðargeira hefur fallið um rúmlega 20% á innan við tveimur mánuðum. Samsetta vísitalan í Sjanghæ hefur nú fallið um rétt rúmlega 20% síðan 22. desember sl. en hún féll um 3,6% í viðskiptum dagsins, en hún hefur fallið um 8,32% á síðustu viku.

Sérfræðingar rekja lækkanir á kínverskum hlutabréfamörkuðum að hluta til þess að ríkis-fréttastofa Kína greindi frá því að kínverskir bankar taki ekki lengur við hlutabréfum sem veð í lánasamningum.

Í viðskiptum utan Kína lækkaði Hang Seng vísitalan í Hong Kong um 1,4% og hefur lækkað um 4,66% á síðustu viku. Nikkei 225 vísitalan féll um 0,54%, en hún hefur fallið um 2,41% á síðustu viku.