Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir það ekki koma sér á óvart að kjarasamningur við hjúkrunarfræðinga skyldi hafa fallið í atkvæðagreiðslu félagsmanna, þar sem enginn hafi talað fyrir samningnum. Þetta segir hann í samtali við mbl.is .

Greint var frá því upp úr hádegi að samningurinn hefði verið felldur með rúmum 88% greiddra atkvæða. Bjarni segir greinilegt að hugur hafi ekki fylgt máli þegar skrifað var undir samninginn.

Ólafur G. Skúlason, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, hefur gefið út að látið verði reyna á lögmæti þess að skipa gerðardóm í deilunni fyrir dómstólum. Bjarni segir hins vegar alveg skýrt að málið gangi nú til gerðardóms.

„Mín afstaða bygg­ir á því sem var vilji og ætl­un lög­gjaf­ans. Þetta er óskap­lega ein­falt. Það voru sett lög á verk­fallsaðgerðir og fært í hend­ur gerðardóms að ákveða kjör­in ef ekki næðust samn­ing­ar. Nú ligg­ur fyr­ir að ekki tók­ust samn­ing­ar og þá er al­veg skýrt í mín­um huga að málið geng­ur til gerðardóms,“ seg­ir Bjarni í samtali við mbl.is.