*

þriðjudagur, 25. júní 2019
Innlent 28. október 2015 10:28

Bjarni Ármanns má kaupa Ellingsen af Olís

Samkeppniseftirlitið hefur samþykkt kaup Sjávarsýnar, félag í eigu Bjarna Ármannssonar, á Ellingsen.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Samkeppniseftirlitið hefur gefið grænt ljós á kaup Sjávarsýnar, félag í eigu Bjarna Ármannssonar, fyrrverandi forstjóra Glitnis, á öllu hlutafé í Ellingsen. Kaupin voru tilkynnt til eftirlitsins um miðjan síðasta mánuð.

Ellingsen er eitt elsta útivistarfyrirtæki landsins, en það var stofnað um miðja síðustu öld. Olís keypti félagið í kringum aldamótin.

Í úrskurði Samkeppniseftirlitsins kemur fram að kaupin muni ekki leiða til samþjöppunar á markaði.

„Þá leiðir samruninn ekki til aukinnar samþjöppunar á nokkrum markaði og ekki er ástæða til að ætla annað en að tilgangur fjárfestingarinnar sé fyrst og fremst að tryggja ávöxtun fjármuna.“

Niðurstaðan var byggð á þeim grundvelli að markaðshlutdeild Ellingsen væri óveruleg og fjöldi aðila væri á sama markaði

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is