*

mánudagur, 24. febrúar 2020
Innlent 15. maí 2014 17:35

Bjarni á átta mánaða skilorð

Hæstiréttur hefur fundið Bjarna Ármannsson sekan um stórfellt skattalagabrot.

Ritstjórn
Birgir Ísl. Gunnarsson

Bjarni Ármannsson, fyrrverandi forstjóri Glitnis banka, var í Hæstarétti í dag dæmdur í átta mánaða fangelsi skilorðsbundið til tveggja ára vegna skattalagabrota. Hann var að auki dæmdur til að greiða 35,9 milljónir í sekt í ríkissjóð. Héraðsdómur Reykjavíkur hafði áður dæmt Bjarna í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi vegna brot síns. 

Bjarni var dæmdur fyrir meiri háttar brot gegn skattalögum með því að hafa vantalið alls 20.487.295 krónur í fjármagnstekjur á skattframtölum sínum fyrir gjaldárin 2007, 2008 og 2009.