Fyrstu tölur í prófkjöri Sjálfstæðisflokks í Suðvesturkjördæmi eru ljósar. Bjarni Benediktsson er í 1. sæti með 705 atkvæði.

Ragnheiður Ríkharðsdóttir í 2. sæti með 515 atkvæði, Jón Gunnarsson er í 3. sæti með 570 atkvæði, Vilhjálmur Bjarnason í 4. sæti með 551 atkvæði, Elín Hirst í 5. sæti með 598 atkvæði og Óli Björn Kárason í 6. sæti með 672 atkvæði og Karen Elísabet Halldórsdóttir í 7. sæti með 492 atkvæði.

Þau Ragnheiður og Jón Gunnarsson börðust um 2. sæti á lista flokksins og miðað við þær tölur sem komnar eru virðist Ragnheiður hafa sigrað þá baráttu.

Næstu tölur verða birtar síðar í kvöld á vef Sjálfstæðisflokksins, www.xd.is

  1. Bjarni Benediktsson með 705 atkvæði í 1. sæti.
  2. Ragnheiður Ríkharðsdóttir með 515 atkvæði í 1.-2. sæti.
  3. Jón Gunnarsson með 570 atkvæði í 1.-3. sæti.
  4. Vilhjálmur Bjarnason með 551  atkvæði í 1.-4. sæti.
  5. Elín Hirst með 598  atkvæði í 1.-5. sæti.
  6. Óli Björn Kárason með 672 atkvæði í 1.-6. sæti.
  7. Karen Elísabet Halldórsdóttir með 492 atkvæði í 1.-7. sæti.