Bjarni Benediktsson alþingismaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Suðvesturkjördæmi ætlar að bjóða sig fram til formanns Sjálfstæðisflokksins á landsfundi sem haldinn verður 26.-29. mars. Þetta kom fram í fréttum Sjónvarpsins rétt í þessu.

Bjarni sagði í viðtali við Sjónvarpið að Sjálfstæðisflokkurinn þyrfti að endurnýja sig og ná aftur trausti kjósenda. Hann sagði að stefna Sjálfstæðisflokksins muni reynast best í þeirri endurreisn efnahagslífsins sem framundan er.