Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, ræddu um efnahagsmál og samvinnu Íslands og Bretlands á fundi sem haldinn í Brussel. Samkvæmt fréttatilkynningu frá Sjálfstæðisflokknum lagði David Cameron áherslu á að „samstarf Evrópuríkja eigi að snúast um þætti sem gagnast öllum aðildarríkjum frekar en frekari evrópusamruna og ofurríki ESB.“

Í tilkynningunni segir að Bjarni hafi talað um meginverkefni ríkisstjórnarinnar, áherslu hennar á að styðja heimilin og efla fjárfestingu. Hann hafi farið yfir stöðu efnahagsmála á Íslandi almennt en málefni Úkraínu bárust í tal á ráðstefnunni og kom þar fram hörð gagnrýni á framferði Rússlands á Krímskaga.