Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og verðandi fjármálaráðherra, var næst síðastur nýrra ráðherra til að mæta á fyrsta fund ríkisstjórnar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks á Bessastöðum í dag. Fundurinn hófst klukkan 15. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, sem tekur sæti Jóhönnu Sigurðardóttur í forsætisráðuneytinu, var mættur manna fyrstur á Bessastaði.

Á fundinum mun Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, skipa nýtt ráðuneyti auk þess að staðfesta lög og stjórnvaldsaðgerðir ríkisstjórnarinnar. Ólafur Ragnar sat í morgun síðasta fund Jóhönnu og ráðherra í ríkisstjórn hennar.