Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segist ætla að bjóða sig áfram fram til forystu á landsfundi Sjálfstæðisflokksins sem boðað hefur verið til fyrstu helgina í nóvember, 3. til 5. þess mánaðar.

„Já, það hafði aldrei hvarflað að mér í öllu þessu ferli annað en að halda áfram því maður er einfaldlega í miðju verki,“ segir Bjarni en þegar innt var nánar eftir því hvort ekki hafi komið upp sú hugsun að hann ætti að endurskoða sína stöðu svaraði hann: „Nei, ég hef ekki fengið neitt tilefni til þess.“

Flokkurinn gangi sameinaður til leiks

Guðlaugur Þór Þórðarsson utanríkisráðherra óttast ekki að það muni skaða Sjálfstæðisflokkinn að gengið verði til kosninga að nýju vegna stjórnarslitanna. „Við göngum óhrædd til kosninga og leggjum okkar störf í dóm kjósenda og gerum það stollt,“ segir Guðlagur segir aðalatriðið að flokkurinn gangi sameinaður til leiks og vinni fyrir atkvæðunum.

„Síðan verða auðvitað kjósenda að ákveða hver niðurstaðan verður, en ég held að atburðir, varla síðustu daga heldur síðustu klukkustunda, sýna að þegar kemur að þeim stöðugleika og þeirri festu sem er nauðsynleg í stjórnmálum, þá er Sjálfstæðisflokkurinn sá flokkur sem þar stendur upp úr.“