*

þriðjudagur, 23. júlí 2019
Sjónvarp 31. desember 2016 14:54

Bjarni: Einstaklingar geta séð um náttúruperlur

Fjármálaráðherra sagði við afhendingu viðskiptaverðlauna Viðskiptablaðsins að í lagi væri að nýta náttúrufyrirbæri í viðskiptalegum tilgangi.

Ritstjórn
Hleð spilara...

Hin árlegu Viðskiptaverðlaun Viðskiptablaðsins voru afhent við hátíðlega athöfn á Grillinu á Hótel Sögu þann 29. des. en Grímur Sæmundsen forstjóri Bláa Lónsins hlaut verðlaunin. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra afhenti verðlaunin.

Í ræðu sinni sagði Bjarni meðal annars að velgengni Bláa Lónsins sýndi að einstaklingum og einkafyrirtækjum gætu vel séð um náttúruperlur og að byggja þær upp. Eins væri í lagi að stýra aðgangi fólks að slíkum stöðum og innheimta gjald fyrir komuna. 

„Það er í lagi að nýta náttúrufyrirbæri eins og það sem varð til þarna - og hefði auðvitað aldrei staðist umhverfismat miðað við nútímakröfur - að nýta það í viðskiptalegum tilgangi og taka fyrir það gjald. Að ég tali nú ekki um þegar menn gera það í jafn myndarlegum hætti og hér á við. “

Sama dag kom út áramótatímarit Viðskiptablaðsins, Áramót, og var útgáfu tímaritsins því fagnað samhliða verðlaunaafhendingunni. Í tímaritinu má meðal annars finna ítarlegt viðtal við verðlaunahafa auk fjölda annars efnis.

Áskrifendur geta nálgast tímaritið hér.