*

laugardagur, 29. janúar 2022
Innlent 10. mars 2021 10:39

Bjarni fær 3 milljóna eingreiðslu

Laun Bjarna Bjarnasonar, forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur hækka um 370 þúsund krónur á mánuði í 2,9 milljónir króna.

Ritstjórn
Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur.
Birgir Ísl. Gunnarsson

Laun Bjarn­a Bjarn­a­son­ar, for­stjór­a Orkuveitu Reykjavíkur hafa verið hækkuð um 370 þúsund krónur á mánuði, úr um 2,5 milljónum króna í 2,9 milljónir króna að því er fram kemur í Fréttablaðinu í dag.

Hækkunin nemur 14,8% en ákvörðunin var tekin af stjórn Orkuveitunnar, sem er í eigu Reykjavíkurborgar og er sögð hafa verið veitt að und­an­gengn­u mati á framm­i­stöð­u Bjarn­a í starf­in­u.

Bjarni fær auk þess ein­greiðsl­u upp á þrjár millj­ón­ir krón­a þar sem laun hans höfðu staðið óbreytt í tvö ár. Launahækkunin sé í takt við hækk­un laun­a­vís­i­töl­u á síð­ust­u tveim­ur árum.

Fréttablaðið bendir á að í að­drag­and­a laun­a­hækk­un­arinnar hafi Orkuveitan fengið end­ur­skoð­un­ar­fyr­ir­tæk­ið PWC til að bera saman laun­ for­stjór­a og að­al­fram­kvæmd­a­stjór­a í stór­iðj­u- og veit­u­starf­sem­i hér á landi. Heild­ar­laun þess­a hóps, sem náði til 24 fyrirtækja námu að meðaltali 4,16 milljónum króna á mánuði.