Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur farið í tólf utanlandsferðir í opinberum erindagjörðum á þessu kjörtímabili. Þetta kemur fram í svari hans við fyrirspurn Katrínar Júlíusdóttur um utanlandsferðir hans.

Utanlandsferðir ráðherrans ná yfir 39 daga í heildina. Kostnaðarsamasta ferðin var þegar ráðherrann fór ásamt fylgdarliði á haustfund Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og World Bank í Washington og ECOFIN-fund í Lúxemborg, en sú ferð kostaði tæpar þrjár milljónir króna og stóð yfir í 6 daga.

Þá kostaði ferð ráðherrans og fylgdarliðs hans á fyrri haustfund Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í Washington 1,9 milljónir króna, en hún stóð yfir í fjóra daga.

Nánar má lesa um utanlandsferðir ráðherrans hér .