Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, fer fyrir sendinefnd ráðuneytisins sem sækir ársfund Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) og Alþjóðabankans um helgina. Fundurinn er haldinn í Washington í Bandaríkjunum. Á fundinum er fjallað um stöðu og þróun efnahagsmála á heimsvísu. Íslenska sendinefndin fundar m.a. með fjármálaráðherrum, fjármálastofnunum, matsfyrirtækjum og starfsfólki AGS.

Í framhaldi af fundinum í Washington fer fjármála- og efnahagsráðherra fyrir sendinefnd sem sækir ársfund ráðherra fjármála- og efnahagsmála í ríkjum Evrópusambandsins, Ecofin, og EFTA. Fundurinn er haldinn í Lúxemborg hinn 15. október.