„Ég geri ekkert með þessi sjónarmið. Við erum með alþjóðlega ráðgjafa og við höfum átt samtal við AGS um þessi máli, við vinnum með sérfræðingum Seðlabankans og við nýtum alla þekkingu í stjórnkerfinu. Ég segi bara að þetta eru algjörlega ástæðulausar áhyggjur sem er verið að lýsa þarna,“ segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra í samtali við fréttastofu RÚV .

Þar vísar Bjarni til umfjöllunar í Fréttablaðinu í morgun um að titringur væri innan fjármálastofnana vegna fjölda MP bankamanna í framkvæmdahópi um losun fjármagnshafta, en þrír af sjö meðlimum hópsins koma frá bankanum. Það hafi vakið upp spurningar um hvort heilbrigt væri að sækja í sama brunninn eftir ráðgjöfum. Bjarni blæs á slíkar hugleiðingar.

„Þegar þessir aðilar koma til okkar þá er slitið á tengslin og þeir undirrita ákveðnar trúnaðaryfirlýsingar. Ég legg áherslu á það að við fáum gott og haft fólk til liðs við okkur og í öllum tilvikum á það við um þá sem hafa komið frá þessu fjármálafyrirtæki. Þetta eru allt saman yfirburðamenn á sínu sviði,“ segir Bjarni.